SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 7. júní 2023

EIGINKONA BIPOLAR 2. Ljóðasaga eftir Elínu Konu

 

Komin er út ný og áhugaverð ljóðabók með sögu sem allir ættu að lesa. 

 

 

Ljóðasagan Eiginkona Bipolar 2 inniheldur fimmtíu ljóða sögu sem höfunda skrifaði á árunum 2016–2018 þegar eiginmaður hennar til 25 ára veiktist af geðsjúkdómi og líf þeirra fór á hvolf. Hún skrifaði þau eins og dagbók, til að ná utan um líðan sína á þessu tímabili og þessa hröðu atburðarás og koma henni í orð. Ljóðin skrifaði hú flest jafnóðum en eftir að hún ákvað að gefa þau út hefur hún bætt aðeins við hér og þar til að gefa lesendum ljóðanna ráðrúm til að vera með í þessu ferðalagi. Í ljóðunum lýsir hún líðan hans með Bipolar 2 og sinni sem aðstandanda og áhrifum sjúkdómsins á líf þeirra og tilveru. Hún segir sögu þeirra af mörgu sem þau þurftu að díla við frá því hann veiktist og þar til þau skildu. Inn í líf þeirra fléttuðust allskyns atvik og uppákomur eins og gerist og gengur í hversdagsleikanum, sem höfðu áhrif á sálarlíf þeirra og rútínu. Ljóðin gætu haft pínu Bipolar-áhrif og valdið upp- og niðursveiflum við lestur þeirra.

Höfundurinn Elín Kona Eddudóttir segir hér sögu sína hvernig það er að búa með einstakling sem hverfur henni um leið og hann glímir við sjúkdóm sem leikur alla illa.

 

Hann var sendur í raflost
Aftur og aftur
Kom hann þreyttur
minnislaus
lítill í sér
hræddur
mæddur
úr raflosti
og mundi ekkert
 
Tólf sinnum.
Tólf raflost.