SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir28. júní 2023

ÚTGÁFUHÓF: MIÐPUNKTUR

Á eftir verður skáldsögunni Miðpunktur eftir Drífu Viðarsdóttur og Ernu Rós Kristinsdóttir fagnað. Af því tilefni verður útgáfuhóf haldið á SkorBar milli kl 17-19.
 

Bókin er glóðvolg og rataði fyrst í bókabúðir í gær. Hún er kynnt svo:

MIÐPUNKTUR er raunsæ skáldsaga sem veitir innsýn í líf miðaldra hjóna í úthverfi Reykjavíkur sem eru að kljást við breytingar þess að eldast. Hversdagslegir atburðir í hjónabandi eru oftar en ekki upplifðir á misjafnan hátt og er sagan sögð út frá sitthvorri hlið sögupersónanna. Upp koma grátbroslegir árekstrar í samskiptum þeirra og fylgst er með þeim fara í ítarlega sjálfsskoðun um stöðu sína í hjónabandinu og í lífinu. Inn í söguna fléttast ýmsar aðstæður og atvik sem ekki eru fyrir fram ákveðin en hafa djúpstæð áhrif á tilveru þeirra beggja. Fylgst er með hvernig þau takast á við næstu skref í seinni hálfleik þar sem þau standa á tímamótum. Ná þau að fylgja þessum breytingum eftir eða þrá þau að brjótast út úr þessu öllu saman og fylgja gráa fiðringnum? Hvert er framhaldið og hvert stefna þau? Hver er tilgangurinn með þessu öllu?
 
Höfundar munu árita bækurnar og lesið verður úr bókinni.
 
Hér má finna viðburðasíðuna á Facebook.