SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 2. október 2023

ÚRVAL LJÓÐA GERÐAR KRISTNÝJAR KOMIÐ ÚT Í FINNLANDI

 

Finnski rithöfundurinn og þýðandinn Tapio Koivukari hefur þýtt úrval ljóða Gerðar Kristnýjar á móðurmál sitt og er ljóðasafn með titlinum Luistinretki (Skautaferð) komið út í Finnlandi.

Þetta er enn ein rósin í hnappagat Gerðar Kristnýjar, sem er með okkar bestu samtímaskáldum, en verk hennar hafa verið þýtt á fjölda tungumála, til að mynda norsku, dönsku, sænsku, ensku, spænsku, þýsku og esperantó.

Skáld.is óskar Gerði Kristnýju hjartanlega til hamingju með þennan heiður.