Soffía Auður Birgisdóttir∙ 9. október 2023
KRISTÍN RAGNA HELDUR ERINDI UM NJÁLUREFILINN
Á morgun, þriðjudaginn 10. október heldur Kristín Ragna Gunnarsdóttir fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar um Njálurefillinn og hefst viðburðurinn kl. 20.
Kristín Ragna segir frá tilurð refilsins í máli og myndum en refillinn er einstakt listaverk, rúmlega 91 metra langur og saumaður með þátttöku almennings á hördúk með völdu íslensku ullargarni sem var sérstaklega jurtalitað fyrir verkefnið.
Á vef um Njálurefilinn má lesa meira um verkefnið.
Teikningar Kristínar Rögnu sem Njálurefill er byggður á eru ótrúlega skemmtilegar og refillinn í heild mikið listaverk, það verður áreiðanlega gaman að hlusta á hana segja frá þessu einstaka verkefni.