Hér eru nokkur kvæði eftir hana sem ég rakst á fyrir nokkrum árum en það eru sorgarvísur úr handritum geymdum á handritadeild Landsbókasafnsins.
 
Guðrúnar Pálsdóttur
1.
Hvar eru vinir sem vert er að trúa,
veit jeg þann engann á lífsleiði mín
hvert skal jeg fara og hvert skal ég flúa,
faðir ástkæri í hæðir til þín,
eílífi jesús minn vinurinn blíði, og
aldrei lát náð þína hverfa mér frá,
þó jeg í heiminum þraut megi líða
þú ert minn vinur jeg treysti upp á.
2.
Fari nú heimsins fláráðu gæði,
fari það allt sem skaða mig kann,
örbyrgði, kvíði, angur og mæði,
öllum fylgir sem treysta á hann
dauðans nálægð hræðir mig hvergi,
jeg hef þá von og staðfasta trú
að Jesús Guðsonur mun verða miklvægi
víst er óbrigðul huggunin sú.
3.
Blíði faðir liðsemd mér ljáðu
lambsins fyrir dýrasta flóð
og mitt sára angur afmáðu,
fyrir árn... hans
fjörið lífsins freklega dofna,
finn ég sálar krafturinn dvín,
hjartað stendur kramið þá ...
Krists í nafni sjá þú til mín.
4.
Hey þú faðir kærleikans kraptur
krists fyrir sakir jeg enn til þín flý,
neinn mun sá enginn af náð þinni skopast
þú neitir um bænheilsu raununum í
einmann stend jeg uppi sem kveikur
eða sá reirinn í vindinum stár
minn gerist kraptur sá mannlegi veikur
miskun ....senda mér drottinn minn klár.
5.
Alla minn faðir almættis kraptur,
yndið mitt skæra og vonin mín klár,
mildast Jesús jeg minnist þess aftur
myskun veyst vernda og þerra mín tár,
vinir sem látst vera í eyra
vantar þá alla ef neyðin að ber
þar finnst nú enginn sem það megi heyra
þeir eru horfnir og víst enginn hjér.
6.
Skal ég þá lengi kveinandi kvarta,
kristur minn Jesús á náðar skjól ....
sjá þú faðir mitt sorgmædda hjarta
syndir og afbrotinn gefðu mér kvitt,
styrk þú mig herra að standa til enda,
styrk veit mjer Drottinn að kalla þig á,
styrk veistu Guð minn mér staðfastan senda,
styrkinn þinn veri altíð mjér hjá.
 
Hægt er að lesa sér til um þessa skáldkonu inn á