SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir12. nóvember 2023

SKRIFAÐ FYRIR STEINSTEYPU-DAGSKRÁ Í GUNNARSHÚSI

90 ára fæðingarafmæli Ingibjargar Jónsdóttur rithöfundar og þýðenda.

 
 
Þriðjudaginn 14. nóvember verður haldinn fögnuður í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8,  til að heiðra minningu Ingibjargar Jónsdóttur í tilefni af níræðisafmæli hennar en hún lést árið 1986.
 
Ingibjörg vann sem blaðamaður og við þýðingar og ritstörf. Hún sendi frá sér barnabækur, ungmennabækur og bækur fyrir fullorðna og leikrit fyrir svið og útvarp, þýddi tugi bóka og var þýðandi hjá Sjónvarpinu árum saman. Leikrit Ingibjargar Ferðin til Limbó var fyrsta leikritið sem Þjóðleikhúsið setti upp eftir íslenska konu.
 
 
Dagskránni er ætlað að draga upp svipmynd af þessum fjölhæfa höfundi og því mikla verki sem eftir hana liggur.
 
Dagskráin hefst kl. 17 og að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
 
 
 
 
 
Dagskrá
 
Silja Aðalsteinsdóttir: Pörupiltar, músabörn og talandi bjalla - barna og unglingabækur Ingibjargar Jónsdóttur
Harpa Rún Kristjánsdóttir: Ást undir fölsku flaggi
Sveinn Einarsson: Á ferð til Limbó
Magnea J. Matthíasdóttiri: Undirleikur daglegs lífs
 
Kynnir verður Árni Matthíasson og á milli erinda les Ari Matthíasson upp úr verkum Ingibjargar.