SPAKUR SPENNIKLÓ
Nú fyrir jólin gefur Kvistur bókaútgáfa bækurnar Spakur spennikló og slóttugi Sámur og Spakur spennikló skuggaskóli, sem eru hrífandi sögur fyrir börn á öllum aldri.
Bækurnar voru fyrst gefnar út árið 2016 út í Bretlandi. undir tiltlunum ,,Shifty McGifty and Slippery Sam: The spooky school. Höfundar bókanna eru Tracey Corderoy og Steven Lenton sá um myndir. Útgefandi Nosy Crowf Ltd.
Íslenski þýðandinn er Ásthildur Helen Gestsdóttir og var þýðingin styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta. Davíð Gunnarsson sá um grafíska vinnslu á íslenska textanum.
Það er óhætt að mæla með þessum bókum fyri börnin, textinn er lipur og svo bregður fyrir rími sem spillir alls ekki fyrir heldur gerir hann enn betri. Spennandi frásögn sem heldur lesendum við efnið, eins og merkja má af eftirfarandi texta:
Það var mið nótt, allt var kyrrt og hljótt. Uppi á himni skein hálfsofandi máni. Um stræti og torg ráfuðu tveir ræfilslegir ræningarrakkar í miðju ráni. Nú er tækifærið, „ hvíslaði Spakur, ,, á meðan þau drekka te og hvert á annað mæna skulum við fara heim til þeirra að ræna.