FEIGÐARSNÆS AF FJÖLLUM BLÆS
Afmælisljóðskáld dagsins og enn einn tungumálasnillingurinn
Í dag minnumst við hennar Þóru Ólafsdóttur frá Háholti í Gnúpverjarhreppi. Þóra var fædd árið 1833 fyrir 190 árum síðan á bragfræðióð Árnastofnunnar stendur að Þóra hafi verið undangarðs og minni máttar alla ævi. Hún var með sjóngalla og gekk ekki heil til skógar. Hún var sögð gædd góðum gáfum og vel hagmælt. Hún dvaldi síðarahluta ævi sinnar hjá Ólafi Briem vígslubisksfrú á á Stóra-Núpi í sömu sveit. Þóra lést árið 1925
Hún orti þetta fallega ljóð um sig sjálfa
Má ætla að þarna sé Þóra orðin þreytt á því sem lífið bíður henni og harmar hún það að vera ekki læs. En læs er hún á bragformið og slungnum reglum þess.
Næsta ljóð er ekki síður sorglegt
Látið Þóru liggja á ská,
því lýðnum hjá
hún algert viðundur var.
En alltaf vildi hún eitthvað sjá,
þó oft væri dimmt fyrir sálarskjá
og fljúgandi skýjafar.
og síðasta erindið er svona
Ofar Laugu fjöldinn enga finnur
fer hún Lauga vel með nál og rokk.
Flest hún Lauga fimum höndum vinnur,
fótum Laugu er síður lagið skokk.
Ei hún Lauga elur langan kala
í þótt Laugu snasist, fljótt er góð.
Og um Laugu er ekki meira að tala
en hún Lauga er snilldarfljóð.
heimild.: | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga (arnastofnun.is)
Ýmis fróðleikur og er skráð af Einari Gestssyni (1908-1984) bónda á Hæli í Eystri-Hrepp.