SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn25. desember 2023

RITIÐ - ÞEMAHEFTI UM GAGNRÝNI

 

Nýkomið er út 3. hefti Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar 2023 og þema þess er gagnrýni.

Í Ritinu eru fimm ritrýndar greinar og ein óritrýnd grein sem tengjast þemanu, auk tveggja greina utan þema. Greinarnar eru eftir Paulu Gaard, Auði Aðalsteinsdóttur, Guðrúnu Steinþórsdóttur, Æsu Sigurjónsdóttur, Svein Yngva Egilsson, Svan Má Snorrason, Kristján Hrafn Guðmundsson og Jón Símon Markússon.

Soffía Auður Birgisdóttir skrifar inngang að þema með yfirskriftinni, Litið til annarra sólkerfa: Hugleiðing um bókmenntagagnrýni.

Gestaritstjórar heftisins eru Soffía Auður Birgisdóttir og Auður Aðalsteinsdóttir en aðalritstjóri þess er Guðrún Steinþórsdóttir. Forsíðumyndin sem prýðir Ritið að þessu sinni er eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Um umbrot sá Helgi Hilmarsson og Dagbjört Guðmundsdóttir um prófarkalestur.

Ritið er gefið út á netinu í opnum aðgangi og má nálgast það hér.