SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. janúar 2024

VALA HAUKSDÓTTIR HLÝTUR LJÓÐSTAF JÓNS ÚR VÖR

Í gær var tilkynnt um hver hlyti Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár og kom hann í hlut Völu Hauksdóttur. Vala er ný, ung og fersk skáldkona með fulla skúffu af ljóðum, að eigin sögn. 

Framlag Völu til keppninnar ber titilinn Verk að finna. Skáld.is fékk góðfúslegt leyfi til að birta vinningsljóðið og óskar henni innilega til hamingju.

 

 

Verk að finna
 
Hrífuskaftsflís
í hengibrúnni milli bendifingurs og þumals.
 
Útsaumsnál
undir baugfingursnögl.
 
Skeljasandur
í hælsæri.
 
Hrossafælir
sem skýst með þyt undan þúfu
 
           fall
 
að missa andann - 
sortna fyrir augum
í lyngi.
 
Sælan er skortur
á öllu nema tíma
til verkja.
 
Hamingjan 
er sigg.

 

 

Tengt efni