Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙28. janúar 2024
KOSNING TIL ÍSLENSKU HLJÓÐBÓKAVERÐLAUNANNA
Þessa dagana býðst almenningi að taka þátt í Íslensku hljóðbókaverðlaununum (Storytel Awards) með því að velja bestu bækurnar í þeim fimm flokkum sem eru undir.
Búið er að tína til 15-25 hljóðbækur í hverjum flokki sem gefnar voru út á árinu sem leið og fengu mestu hlustunina og bestu einkunnirnar. Flokkarnir eru skáldsögur, barna- og ungmennabækur, óskáldað efni, ljúflestur og glæpa- og spennusögur.
Að þessari kosningu lokinni rata fimm efstu bækur hvers flokks fyrir dómnefnd sem hlusta vandlega á þær og velja síðan hvaða höfundar og lesarar bera sigur úr býtum, í hverjum flokki fyrir sig, auk þess sem veitt verða sérstök heiðursverðlaun.