SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir11. febrúar 2024

ANNE SEXTON - LJÓÐ EIGA AÐ SKEKJA SKILNINGAVITIN

Smá sunnudags

Anne Sexton

Ljóðaþýðingar Hallbergs Hallmundsson (1930-2011) ,,Fjögur Bandarísk ljóðskáld“ Brú Reykjavík 2011. LJóðakver 12-15

Bókin geymir þýðingar Hallbergs á ljóðum Carl Sandburg, William Carlos Williams, Anne Sexton og Alan Dugan. Í samantekt Hallbergs um Anne segir svo; Anne Harvey Sexton fæddist 9. nóvember 1928 í Newton í Massachusett í Bandaríkjunum. Hún hætti skólagöngu eftir gagnfræðapróf, giftist ung og eignaðist tvær dætur með þriggja ára tímabili, hjónabandið endaði löngu síðar með skilnaði. Geðveilur ollu því að Sexton var nærri öll fullorðinsár sín undir handleiðslu sálfræðinga og geðlækna, og hún reyndi oft að svifta sig lífi áður en henni tókst það loks 4. október 1974. Sexton sótti ásamt Sylviu Plath námskeið í ljóðagerð, sem Robert Lowell, eitt helsta játningarskáld Ameríku, sá um á sjötta áratugnum. Hún gaf út fyrstu bók sína, To Bedlam and Part Way Back (Að Kleppi og áleiðis til baka). 1960 og fyrir þriðju ljóðabók sína Live of Die (að lifa eða deyja 1966, hlaut hún hein mikilsvirtu Pultzer verðlaun. Alls lét hún eftir sig tíu ljóðabækur, en tvær hinar síðustu komu út að henni látinni.

Um Anne Sexton segir á bakhlið bókarinnar ; Skáldskapur, lét Anne Sexton einhvern tíma hafa eftir sér, ,,ætti að skekja skilningarvitin. Hann ætti að vera allt að því særandi“.

Við skoðum Anne

Að umgangast engla
 
Ég er orðin leið á að vera kona,
leið á sleifum og pottum,
leiða á eigin munni og brjóstunum,
leið á farða og silki.
Enn sátu menn við matarborð mitt,
fóru kringum skálina sem ég bauð þeim,
skálin var full af dimmrauðum drúfum
og sveimandi flugurnar runnu á lyktina.
Jafnvel faðir minn kom með sitt hvíta bein.
En ég var orðin leið á kynferði hlutanna.
 
Mig dreymdi draum í nótt
og ég sagði við hann:
,,Þú ert lausnin.
Þú munt lifa mann minn og föður.“
Í draumi þeim var borg byggð af hlekkjum,
þar sem Jóhanna var aflífuð í karlmannsfötum
og náttúra englanna var óútskýrð,
engir tveir sem tilheyrðu sömu tegund,
einn með nefið, annar með eyrað í hendinni
einn tuggði stjörnu og skráði hnitbaug hennar,
hver þeirra eins og ljóð sem hlýddi sjálfu sér
og fór með verksvið guðs,
sérleg þjóð.
 
Þú ert lausnin,“
sagði ég og steig inn
og lagðist niður á borgarhliðin.
Þá var hlekkjunum lokað um mig
og ég týndi samkyni mínu og hinstu ásjónu.
Adam var mér á vinstri hönd
og Eva mér á hægri hönd,
bæði algerlega ósamkvæm heimi rökhyggjunnar.
Við ófum saman armana
og ferðuðumst undir sólinni.
Ég var ekki framar kona,
hvorki eitt né neitt.
 
Ó Jerúsalemsdætur,
konungurinn hefur leitt mig í herbergi sitt.
Ég er svört og ég er fögur.
Ég hef verið opnuð og afklædd.
Ég hef hvorki hendur né fætur.
Ég er öll eitt roð eins og fiskur.
Ég er ekki fremur kona
en Kristur var maður.
 
Heimild.: Fjögur bandarísk ljóðskáld 2011