SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir18. febrúar 2019

Fyrirlestur um Jane Austen á meðal kvenna

Þriðjudaginn 19. febrúar heldur Alda Björk Valdimarsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, fyrirlestur sem hún kallar: Jane Austen á meðal kvenna. Skáldkonan í þremur vinsælum kvennagreinum.

Alda Björk Valdimarsdóttir ræðir hér um nýútkomna bók sína Jane Austen og ferð lesandans. Verk Jane Austen hafa aldrei verið vinsælli en á okkar dögum og sér ekki fyrir endann á skáldsögum og kvikmyndum sem sótt eru í þau. Glíman við Austen fer sjaldnast fram í einrúmi og hún er höfundur sem lesendur eiga í ákafari samræðum við en gengur og gerist. Í fyrirlestrinum er sagt frá því hvernig ímynd Austen lifir áfram innan þriggja bókmenntagreina sem löngum hafa verið tengdar konum og njóta gríðarlegrar hylli, þ.e. í ástarsögum, skvísusögum og sjálfshjálparritum.

 

 

Fyrirlesturinn er haldin í Veröld - Húsi Vigdísar við Suðurgötu og hefst kl. 16:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bók Öldu Bjarkar verður til sölu á staðnum.

Nánari upplýsingar um Öldu Björk má finna í Skáldatalinu.