BLOKKIN Á HEIMSENDA TILNEFND TIL ÞÝSKRA BÓKMENNTAVERÐLAUNA
Í gær var tilkynnt að Blokkin á heimsenda hefur verið tilnefnd til þýskra bókmenntaverðlauna. Sagan er eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur og nefnist 12 Stockwerke. Mein unglaubliches Zuhause am Ende der Welt í þýðingu Gisu Marehn.
Deutscher Jugendliteraturpreis tilnefndu sex titla í flokki skáldsagna fyrir börn en þar undir heyra bæði frumsamdar bækur og þýddar. 670 bækur voru lagðar fyrir dómnefnd í ár og er það því mikill heiður að verða meðal fárra útvalda og einkum í ljósi þess að þýðingin keppir við fjölda frumsaminna skáldsagna.
Þýsku barnabókaverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1956 og eru einu bókmenntaverðlaunin í Þýskalandi sem eru á vegum hins opinbera. Hér má nálgast frekari upplýsingar um verðlaunin og hér er sagt frá íslensku bókinni. Bókmenntaverðlaunin verða afhent á Bókamessunni í Frankfurt í október.
Blokkin á heimsenda hefur áður unnið til verðlauna en hún hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2020 og Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka sama ár.
Skáld.is óskar Arndísi og Huldu Sigrúnu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!