SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 2. apríl 2024

MUNUM VIÐ BÁÐAR FLJÚGA

Ljóðabók Stefaníu G. Gísladóttur ,,Munum við báðar fljúga" 2004 sem gefin var út af Félag ljóðaunnenda á Austurlandi inniheldur röð ljóða skipt upp í 3 kafla. Fyrsti kaflinn heitir frá Íslandi og þar er Stefanía að flytja óð til landsins sem hún yfirgaf. Hún fjallar um ræturnar ,,Ég bý í dalnum/inni og út er fólk að stússa/sem ég þekki/það tilheyrir fjöllunum/öllum dalnum/einnig mér/áreynslulaust opna ég dyrnar........"

Í öðrum kafla er hún komin til landsins. Til Ástralíu . Fyrsta ljóðið hljómar svo ,,Rauðum lit/drjúpa blóðdropar/á fölnandi lyng/sem umlukið/föllitum haustsins/undrast/í blóðrauðri fegurð/óttann við dökkar nætur"

Hér er á ferð ljóðabók sem vert er að lesa.

Hér má lesa sér til um höfundinn.

 

Tengt efni