Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙21. apríl 2024
DULMÁL - Nýr hlaðvarpsþáttur
Nýtt og áhugavert hlaðvarp er komið í loftið sem nefnist Dulmál-hlaðvarp um íslensku á mannamáli. Í þriðja hlaðvarpsþættinum er áhugavert spjall við Ástu Kristínu Benediktsdóttur um hinn breiða vettvang bókmennta; rafrænar bækur, hljóðbækur, hlaðvörp, hinsegin bókmenntir og fleira í þeim dúr.
Þættinum stýra Júlía Karín Kjartansdóttir, Guðrún Lilja Friðjónsdóttir og Ella María Georgsdóttir en þær eru allar í grunnnámi í íslenskum fræðum. Ásta Kristín Benediktsdóttir er með umsjón yfir verkefninu og hlaut það styrk úr sjóði Áslaugar Hafliðadóttur.