SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. maí 2024

DORE HOLM AFFA AESHANESS

Ljóð dagsins er eftir Christine De Luca sem er frá Hjaltlandseyjum og er meðal þekktustu skálda Skotlands. Ljóðið er bæði á hjaltnesku og íslensku en það nefnist Dore Holm Affa Aeshaness á frummálinu og Dyrhólmur utan við Esjunes í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Ljóðið birtist í bókinni Heimferðum, úrvali ljóða Christine frá tveggja áratuga tímabili, sem kom út árið 2017. Útgáfan er tvímála, bæði á hjaltlensku og íslensku. 

Christine fæddist árið 1947 í Pearson og ólst upp í smábænum Waas á vestanverðu Hjaltlandi. Að loknu háskólanámi í Edinborg starfaði hún við kennslu og fræðslumál um langt skeið en sneri sér síðan alfarið að ritstörfum. Hún sendi frá sér fyrstu ljóðabókina árið 1995 og hlaut fyrir hana Hjaltnesku bókmenntaverðlaunin. Ljóðabækur hennar eru orðnar sex talsins og hún hefur hlotið margskonar verðlaun og viðurkenningar. Christine skrifar bæði á hjaltnesku og ensku og oftar en ekki eru bækur hennar á báðum tungumálunum og þá gjarna með skýringum á mállýskunni. Hún hefur einnig sent frá sér barnaefni og eina skáldsögu. 

 

Dore Holm affa Aeshaness/ Dyrhólmur utan við Esjunes

Dore Holm affa Aeshaness
Nort Maven, Shetland
 

Aeshaness, battle-scarred
a shield o skerries
headbutts da Atlantic

Da holm oppens a door
on ta St Magnus Bay
A sword trowe da haert

A coupit black boat
wrecked aff a Fiorda Taing
Da sea 'll reclaim her

Or a giant's saw
balled far eftir rivin
Da Grind o da Navir

A auld dinosaur, head doon
dredgin for scallops
dark sphinx o da nort

or a black cat
hunkered doon, leppin watter
skoitin for his supper

Man an wife, airm laid
aroond her shooder, walk haem
in a settin sun

or dance at airm's lent
across a siller flör lit
bi a glansin mön

 

Dyrhólmur utan við Esjunes
Norðureiði, Hjaltlandi
 

Esjunes, orustu-skrámað
skjöldur af skerjum
stangar Atlantshafið

Hólmurinn opnar dyr
út að Sankti Magnúsar-flóa
Sverði lagt hjarta

Svartur bátur á hvolfi
rekinn á Fjarðartanga
Sjórinn mun endurheimta hann

Eða risasög
fleygt langt eftir að hafa rofið
Hliðið á Nöfum

Gömul risaeðla hengir haus
grefst fyrir um hörpuskeljar
dökkur sfinx norðursins

eða svartur köttur
glorsoltinn, lepur vatn
rýnir eftir kvöldmatnum

Maður og kona, hann heldur
um herðar henni, á heimleið
í sólarlaginu

eða dansa í hæfilegu faðmlagi
yfir silfurgólf upplýst
af glampandi tungli