SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 2. júní 2024

HALLA TÓMASDÓTTIR NÝR FORSETI

Það býr leiðtogi innra með okkur öllum og eitt af mikilvægustu verkefnum lífsins er að gefa þessum leiðtoga rödd og áhrif. Svona er kynningin á bók Höllu Tómasdóttur Hugrekki, til að hafa áhrif sem út kom árið 2023. Þessa bók ættu nú allir að lesa því höfundur hennar er búinn að sýna okkur og sanna að það er rétt það sem hann segir. Innra með okkur býr afl sem við ættum að gefa gaum og nýta til góðra verka. Í umsögn um bókina stendur að henni sé ætlað að veita innblástur til að bæta sig og sitt samfélag og það gerir Halla með því að veita góð ráð, segja hvetjandi sögur, varpa upp hugleiðingum og gagnlegum spurningum. Allt með það fyrir augum að draga fram rödd sem býr innra með okkur. Ennfremur segir Halla að það sé hennar einlæga trú að allar breytingar byrji með einni manneskju sem hefur hugrekki og vill hafa áhrif.  Halla er allt í senn glaðvær, sjarmerandi og hugrökk kona sem auk þess ber ávallt fallega klúta um hálsinn.

Halla Tómasdóttir er nú rétt kjörin forseti Íslands eftir ákaflega skemmtilega kostningabaráttu. Halla kom sá og sigraði og eins og einhver snillingurinn sagði þá gætum við talað um klútabyltingu í þeirri merkingu að nú sé tími kvenna komin. Finnum okkur okkar leið og verum glaðvær og sjarmerandi, bindum á okkur klút og verum eins og Halla.

Innilegar hamingjuóskir kæra Halla.