SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir14. júní 2024

GADDAKYLFAN ENDURVAKIN

Hið íslenska glæpafélag er 25 ára gamalt í ár og heldur að því tilefni hátiðarhöld með yfirskriftina Glæpafár á Íslandi. Félagið ætlar af þessu tilefni að standa að ýmsum viðburðum ásamt því að endurreisa Gaddakylfuna. Kylfan sú arna var síðast veitt fyrir 10 árum síðan en nú stendur til að endurreisa Gaddakylfuna og er því boðað til samkeppni á ný um bestu, glæpa- og/eða spennusmásöguna.
 
Smásagan má þó ekki vera of smá því óskað er eftir 6.000-10.000 orðum. Öll mega senda inn handrit en því skal skila rafrænt á netfangið gaddakylfan@hig.is fyrir miðnætti þann 29. september 2024. Þaðan mun handritið ferðast, ólesið og nafnlaust, til dómnefndar sem er með fulltrúa frá Hinu íslenska glæpafélagi, Iceland Noir og Storytel.
 
Úrslit keppninnar verða kynnt á sérstökum viðburði á (glæpa)bókmenntahátíðinni Iceland Noir, sem haldin verður dagana 20. – 23. nóvember, og verður þar greint frá þremur bestu sögunum og höfundum þeirra. Sú sem ber sigur úr býtum hlýtur Gaddakylfuna auk verðlaunaskjals og fær auk þess miða á Iceland Noir. Höfundar í öðru og þriðja sæti fá einnig verðlaunaskjal og miða á hátíðina. Þá verða allar sögurnar þrjár gefnar út á hljóðbók hjá Storytel. 
 
 
Upplýsingar um alla viðburði Glæpafársins má finna á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/hidislenskaglaepafelag