SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir15. júní 2024

UPPÁSTAND OG SKÁLDKONUR

Uppástand er eins konar örþáttaröð sem er flutt á Rás 1 strax í kjölfar hádegisfrétta. Þar flytur fólk úr ýmsum áttum stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni, líkt og segir í kynningu þáttanna. Þetta eru jafnan snarpar umfjallanir enda hver þáttur aðeins um fimm, sex mínútur að lengd, eða þar um bil.

Það eru alltaf þó nokkrir þættir saman um þemu en þau eru af ýmsum toga og trúlega geta öll fundið eitthvað við sitt hæfi. það hefur t.d. verið fjallað um sjálfstæði, konu, heimili, mistök, venju, orð og húmor og er nýjasta þemað snerting.

Líkt og fyrr segir hafa ýmis umsjón með þáttunum og þar láta skáldkonur ekki sitt eftir liggja. Þarna má t.d. hlýða á hugleiðingu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur, Bennýjar Sifjar Ísleifsdóttur og Ewu Marcinek, svo að aðeins fáeinar séu nefndar. Nýjasti þátturinn er í umsjón Sigurlaugar Diddu Jónsdóttur en þar flytur hún lag á sinn einstaka hátt.

Örþættina Uppástand má nálgast hér.