SVONA GERIR MAÐUR EKKI
Í nýjasta hefti tímaritsins 19. júní er lítil grein um ofbeldi gagnvart fötluðum konum. Greinina skrifar Þorbera Fjölnisdóttir verkefnastýra hjá Öryrkjabandalagi Ísland.
Í greininni segir Þorbera lesendum frá því að konur með fötlun séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur. Ekki bara kynbundnu ofbeldi heldur eru þær líka í jaðarsettri stöðu, þær þurfað að reiða sig á aðstoð annarra í sínu daglegu lífi með nánast alla hluti. Rannsóknin var unnin af rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við HÍ í samstarfi við erlenda háskóla með styrk frá Evrópusamandinu með það fyrir augum að kanna ofbeldi og aðgengi að stuðningsúrræðum fyrir brotaþola. Til þess að ná utanum verkefnið þá voru tekin viðtöl við einstaklinga sem og starfsfólk og ráðgjafa sem styðja við þá sem brotið hefur verið á.
Það er sláandi að lesa um ofbeldið sem fatlaðar konur verða fyrir en þær sögðu frá og lýstu allskonar ofbeldi í æsku á unglings- og á fullorðinsárum. Sumar konur voru háðar gerendum sínum um aðstoð í daglega lífinu með nánast allt eins og áður sagði en þorðu aldrei að tilkynna af ótta við að missa þann stuðning sem þær höfðu. Þá fengu þær litla aðstoð við að takast á við ofbeldið, það var ekki hlustað á þær eða þá tekið mark á þeim. Þegar koma að því að greina gögn frá félagasamtökum og stofnunum kom í ljós að aðstæður og ýmsar aðgengishindrarnir voru að upplýsingum um þá þjónustu sem þær áttu rétt á sem og allskonar hindrarnir í vegi þeirra.
Þetta leiðir hugann að því hvernig listin kemur til hjálpar. Hróp af vörum einstaklinga sem vilja láta í sér heyra er sett niður á blað og þaðan í bók og það skiptir máli fyrir samfélagið. Hvernig menningin rís upp á afturfæturnar og beinir andófi sínu geng yfirvaldinu.
Árið 1990 kom út ljóðabókin ,,Ég hugsa eins og þið" eftir skáldkonuna Ásdísi Jennu Ástráðsdóttir 1970-2021. Ásdís var fjölfötluð og hafði enga stjórn á hvorki höndum né fótum og þurfti því aðstoð með alla hluti allt sitt líf. Hún var baráttumaður af líf og sál fyrir betra lífi og réttlátara þeim sem stóðu höllum fæti. Menning og andóf haldast hér í hendur. Andóf gegn þeim sem eru ráðnir til þess að sjá um og annast þá sem eru í bágri stöðu. Allir eiga að gera sitt besta til þess að öllum líði vel í þessum heimi og það er skylda okkar því svona gerir maður ekki við fólk sem býr við fatlanir. Maður á alltaf að huga að því að láta öðrum líða vel. Hér eru nokkur ljóð úr bókinni hennar Ásdísar Jennu.
Hér má lesa sér til um Ásdísi Jennu inn á Skáld.is
Helgarpósturinn - 18. tölublað (07.05.1987) - Tímarit.is (timarit.is)