SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir25. júní 2024

LENGI ER HVER HINN SAMI

Hvaða skáldkona yrkir svo vel?
 
Hírir rjúpan huld í dún
hver á sínum vegi;
þó svanurinn betur syngur en hún
sér til móðs færi eigi.
 
Kemur rómlag ekki eitt
upp af fuglum tjáðum;
þenki ég sá, sem þeim hefur veitt,
þiggi jafnt af báðum.
 
Þeim, sem veitir þessum, ber
til þakkar huganum venda;
fyrir það litla, er lénti mér,
lof sé honum á enda.
 
Sómlega sumum fer
samhent mál að stefja.
Hver mun hirða maður af mér
mærðar orða krefja?
 
Mér til gaman gjöri ég slíkt,
so gleymist heimsins ami;
þetta er öngvu lagi líkt;
lengi er hver hinn sami.