SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir27. júní 2024

AÐ KVEÐA SÉR H LJÓÐ

Í síðustu viku kvaddi Sigrún Erla Hákonardóttir sér hljóðs með ljóðabók sinni.            

Bókin heitir ,,Hljóð" og telur 95 blaðsíður og skiptast í óbundin og bundin ljóð. Ég settist niður og gluggað í hana einn eftirmiðdag og við áttum góða stund saman.

Sum ljóðin eru stutt og laggóð

,,Ég sit fullorðinlega/barn með heimþrá::/við brúsapallinn bíður amma/ljósin á traktornum/tvær stjörnur"

önnur lengri og flóknari.

Brothætt

þér finnst ef til vill                                                            
að ég haldi fjarlægð
faðmi laust
gefi ekki kost á innileika
það er vegna þess
að múrinn er brothættur
í rauninni aðeins þunn skel
ég óttast
að ef nándin verður of mikil
muni skelin brotna
múrinn hrynja í þúsund mola
brjótast út angist mín, sorg og kvíði
ég verði enn berskjaldaðri
það vil ég ekki leggja á þig
en þú mátt vita
að hjarta mitt er fullt af þakklæti
til þín.
 

sum um stríð

Vopnahlé

Þeir börðust í návígi
allan daginn
horfðustu í augu
sumir þeirra ungir
og enn mjúkir um vanga
hrópa á mæður sínar
upp úr svefni
 
kvein þeirra berast heim
um óravíddir hugans.
 
Önnur bundin 
 
I
Áður en þú sofnar
sænginni á
kveða skal ég þulur
þar til lokast brá.
 
Sofðu og gleymdu
gnauði á skjá
láttu þig dreyma
um dægrin blá
 
Einu sinni las ég
í lifsins fornu bók
sögur þær um undrin
sem enginn frá mér tók.
 
Dvegur bjó í hamri
og huldufólk í mó
náttröll í helli
og hafmey í sjó.
 
og öll notalega.
 
Takk fyrir þessa kvöldstund Sigrún.