SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir12. júlí 2024

BÓKASÖFN Í ÓLESTRI

Þessi kerling kom að læstum dyrum Borgarbókasafnsins í Grófinni í gær. Til stóð að ná sér í einhverja vel valda lesningu til að sökkva sér ofan í í sumarfríinu en þá blasti þessi aumi raunveruleiki við - og á sama tíma og áhyggjur fara vaxandi af minnkandi lestri, daprari lesskilningi og málkunnáttu yfirleitt. 

Fjölmörg nýta bókasafnið og þ.á.m. barnafjölskyldur sem eru að leitast við að hvetja börnin til að hvíla símana. Þá er bókasafnið einnig mikill griðastaður fólks sem er annars einangrað og einmana, og jafnvel heimilislaust, og fær hvergi annars staðar inni án þess að draga upp veskið, líkt og hér kemur fram

Sumarlokanir bókasafna eru gerðar í hagræðingarskyni sem er algjört óráð því sjaldan hefur verið jafn þarft að efla starfsemi bókasafna og halda bókum að ungu fólki!