SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir30. september 2024

KONAN Í SPEGLINUM

                                                                 

Svala skilur ekkert í því að umhverfið sem hún vaknar upp í er ekki það sama og hún sofnaði í kvöldinu áður. Herbergið, gluggarnir, gluggatjöldin, hillur og annað dót, kannaðist hún ekkert við. Auk þess var hún með dúndrandi höfuðverk.

Hvar var hún, hafði einhver slegið hana í höfuðið eða byrgt henni einhverja ólyfjan. Henni var óglatt við tilhugsunina.

Þannig byrja örsagan hennar Önnu Margrétar sem birtist í nýjasta tímariti Máls og menningar. 

Saga sem kemur á óvart því hún sendir mann inni í aðra heima. Heima sem ég átti ekki von á en takk Anna fyrir að segja þessa sögu. Sögu sem skilur eftir sig vangaveltur um brotakennda tilvist mannsins, átök hans og glímu.

Höfundur.: Anna Margrét Sigurðardóttir

sjá skáldatal