BARA GÖMUL KONA
Eitt af afmælisbörnum októbermánaðar er Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir betur þekkt undir nafninu Hugrún skáldkona. Hugrún var fædd 3. október 1905 í Skriðu í Svarfaðardal, dáin 8. júní 1996, íslenskur rithöfundur. Eftir Hugrúnu liggja að minnsta kosti 29 ritverk, mest ljóða- og barnabækur, en einnig nokkrar skáldsögur og minningarbrot úr bernsku.
Foreldrar Filippíu voru Kristján Tryggvi Sigurjónsson bóndi að Skriðu og Brautarhóli í Svarfaðardal og kona hans Kristín Sigfúsína Kristjánsdóttir.
Filippía giftist Valdimar Jónssyni árið 1932, f. 4. mars 1900. Filippía og Valdimar eignuðust 3 börn, Ingveldi Guðrúnu, hjúkrunarfræðing, f. 28. sept. 1933. Kristján Eyfjörð, f. 27. febr. 1935, d. 1963 og Helga Þröst, lækni og prófessor, f. 16. sept. 1936, d. 2018 en hann var var um tíma ábúandi í Gröf í Svarfaðardal, sem er næsti bær við æskuheimili Filippíu á Brautarhóli. Fæðingarstaður Filippíu, Skriða, er í dag hluti af landi Grafar.
Í ljóðabókinni hennar Haustblóm er að finna margar perlur sem gaman er að lesa eins og til að mynda þetta ljóð um Gömlu konuna.
BARA GÖMUL KONAGömul og gráhærð konaá götunni ætir þér,lotin oglítil vextilágmælt og hrukkótt er.Gömul og gráhærð kona,er gefa sig fáir að.--Samtíðin sér hana ekki,sízt hennar verustað.Gömul og gráhærð konaá götunni mætir þér.Þú veizt ekki hvað hún vinnur,hve veglegt starf hennar er.Hún biður sem barn í anda,og blessun því Drottins fann.Svo trúföst og trygg í hjartahún talar um þig við hann.Gömul og gráhærð kona.Guðstrú er hennar skart.Hún þykir svo ósköp einföld,en innra, veit hún þó margt.Hún veit, um hvað ber að biðjatil blessunar landi og þjóð,þótt aðrir það ekki viti.Hún er svo trúuð og góð.Gömul og gráhærð konaá götunni mætir þér.Í sjálfri sér ekkert er hún,og ytra skart hún ei ber.Hún öðrum finnst einskins virði,og ein ber hún lífsins kaun.En víst er, þá ævin endarhún uppsker hin dýrstu laun.