SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir31. október 2024

ELÍN EIRÍKSDÓTTIR KÚLD FRÁ ÖKRUM

Þann 26 október s.l. minntumst við Elínar Eiríksdóttur Kúld skáldkonu. Elín fæddist að Ökrum á Mýrum árið 1900 og því eru 124 ár síðan. Hún giftist Pétri Söebeck og eignuðust þau þrjár dætur. Þau bjuggu fyrst á Akureyri en fluttust til Kaupmannahafnar um 1930 og áttu þar heima í tíu ár. Elín lést í Reykjavík 26. mars 1987.

Hér eru nokkur knöpp og snaggaraleg ljóð eftir skáldið sem m.a. gaf ljóðabækurnar sínar sjálf, vel gert og takk fyrir það.

Söngur í sefi 1955, Rautt lauf í mosa 1958 Skeljar á sandi 1968

Það flæðir
 
Það flæðir um jörðina blóð af banaspjótum.
Og bræður mínir ganga á nöktum fótum.
 
En eitt sinn mun dagur úr austrinu rísa,
og ársól kærleikans mannheim lýsa.
 
Vetrarkoma
 
Heilsar vetur hörðum róm,
héla klæðir stráin.
Nú sofa fletöll sumarblóm,
en sum eru líka dáin. 
 
Í leit
 
Þú leitaðir að rósum á klettum
köldum,
en fannst aðeins mosa frá
liðnum öldum.
 
Þá hvarf þér öll gleði
og geislinn úr augum
og myrkrið læddist að þér
fullt af draugum.
 
Vísa
 
Haustið faðmar fölva kinn
fer um kaldan bala.
Vill hann Faldur vinur minn
við mig aldrei tala.
 
Undir snjónum á sér rós
oftast hlýja blett.
Aldrei deyr hið innra ljós
þótt ytra skarnið detti.
 
 

Skáld.is (skald.is)