Steinunn Inga Óttarsdóttir∙11. nóvember 2024
BÓKABÚÐIN SKÁLDA - Ekkert tilboð í dag
Skálda er bókabúð á Vesturgötu 10 A í Reykjavík. Áhersla er á hægviðskipti og þessi litla bókabúð tekur ekki þátt í kapitalísku kauphlaupi með gylliboðum og afslætti. Stemningin er meira í þá átt að koma inn úr rigningunni og hlýja sér með kaffibolla í hönd, setjast í sófann og glugga í bækur. Þarna er auðvitað fjöldi bóka eftir skáldkonur fyrr og nú. Og við hjá skáld. is mælum með að kaupa eins og eina bók enda er verðið viðráðanlegt, bara til að upplifa stemninguna og styðja um leið við dásamlega bókabúð.
Á fb-síðu Skáldu segir í dag:
En í tilefni af þessum 11. degi 11. mánaðar má minna á það að ríkið tekur 11% virðisaukaskatt af bókum. Í mörgum löndum sem við berum okkur saman við er enginn virðisaukaskattur af bókum. Haldið þið að það myndi ekki auðvelda aðgengi að lesefni fyrir börn og fullorðna ef virðisaukaskattur af bókum yrði felldur niður? Pæling!
Ljósm. fb síðan Skáldu