SAMANTHA HARVEY HLÝTUR BOOKER VERÐLAUNIN
Booker verðlaunin voru afhent á þriðjudaginn við hátíðlega athöfn í Old Billingsgate í London. Þau komu í hlut enska rithöfundarins Samantha Harvey fyrir skáldsöguna Orbital og er hún fyrsta konan til að vinna þessi verðlaun síðan árið 2019. Fyrir afrekið hlaut Harvey verðlaunagrip og 50.000 pund.
Harvey Samantha Harvey er fædd árið 1975 og á að baki nám í heimspeki og skapandi skrifum. Hún hefur sent frá sér fimm skáldsögur og eitt sannsögulegt verk en fyrsta skáldsaga hennar, The Wilderness, kom út árið 2019. Harvey hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir skáldsögur sínar og hefur þeim jafnvel verið líkt við verk Virginiu Woolf.
Titill fimmtu skáldsögu Harvey og verðlaunasögunnar, Orbital, merkir sporbraut og fjallar hún á 136 ljóðrænum síðum um þann magnaða stað sem jörðin er. Sagan gerist á einum sólarhring og segir frá sex geimförum af ólíku þjóðerni sem fylgjast með plánetunni úr geimnum. Í ræðu sinni tileinkaði Harvey verðlaunin öllum þeim sem láta sig varða um jörðina, um líf og reisn manneskja og vilja stuðla að friði í heiminum.
Orbital hefur fengið fádæma góðar móttökur og hefur selst meira heldur en þrjár síðustu verðlaunabækur til samans.
Hér má heimsækja heimasíðu Harvey.
Hér má horfa á verðlaunaafhendinguna