SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. nóvember 2024

BJART YFIR BÓKAHÁTÍÐ

Hún var góð og hlýleg stemningin á Bókahátíð í Hörpu í gær. Skáld.is mætti á svæðið og reyndi að fanga hana, eða a.m.k. hluta hennar, með fáeinum myndum.

Það var notalegt að orna sér við þessa bókaveislu sem þarna er á boðstólum og ræða við annað bókhneigt fólk um valin verk. Ekki var síðra að tylla sér um stund með rjúkandi kaffibolla og hlýða á skáld lesa upp úr verkum sínum, fyrir bæði börn og fullorðna.

Þessi veisla stendur enn yfir en lýkur í dag kl. 17.