SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. desember 2024

LJÓÐ DAGSINS FJALLAR UM UPPRUNA, VÍSINDAFÓLK OG GLASABÖRN

 

Ljóðið Upphaf er eftir unga skáldkonu, Önnu Rós Árnadóttur, sem á áreiðanlega eftir að láta að sér kveða á ritvellinum. Ljóðið birtist í Ljóðbréfi Tunglsins no. 8 sem rennur ljúflega í gegnum bréfalúgur áskrifenda þessa dagana: 

 

UPPHAF
 
rannsóknir sýna
að meirihluti starfandi vísindafólks í dag
voru glasabörn
 
enn önnur óyggjandi sönnun þess
að allt leitar uppruna síns