SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir20. janúar 2025

KVÖLDSAGA - KÓSÍ STUND

Kvöldsagan í útvarpinu á rás eitt um þessar mundir er Minningar Guðrúnar Borgfjörð (1856-1930). Hún ritaði endurminningar sínar og voru þær prentaðar 1947.

Guðrún var vel gefin og víðlesin en átti þess ekki kost frekar en aðrar fátækar alþýðustúlkur á þessum tíma að ganga í skóla en fjórir bræður hennar fengu að fara í langskólanám og urðu merkismenn.

Hún hóf á sjötugsaldri að skrifa endurminningar sínar og ná þær til ársins 1888. Verkið var því aðeins tæplega. hálfnað þegar Guðrún varð að leggja það frá sér og er vissulega skaði að henni skyldi ekki endast heilsa til að halda áfram. Minni hennar er traust og frásögn hennar merk heimild um tíðaranda, samferðamenn og aldarfar á Íslandi á 19. öld.

Sjá tengt efni:

 

 

Tengt efni