SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 1. febrúar 2025

LJÓÐ DAGSINS ERU EFTIR G. RÓSU EYVINDARDÓTTUR

Ljóð dagsins eru sótt í ljóðabók G. Rósu Eyvindardóttur (f. 1967). Bókin ber titilinn Ljósið í lífsbúrinu og er frá árinu 1989. Það eru 36 ár liðin frá útkomu bókar og var skáldkonan 22 ára gömul á þeim tíma. Það er því alveg kominn tími á að Rósa sendi frá sér annað verk.

Bókin er sérstök að því leyti að öll ljóðin eru handskrifuð og oftar en ekki myndskreytt, af skáldkonunni. Einungis kaflaheiti og efnisyfirlit eru vélrituð með hefðbundnum hætti, ásamt tileinkunnarorðum en verkið er tileinkað lífinu og tilverunni. Kápumyndin er eftir Magnús Tómasson. 

Hér verða birt ljóðin Píran, Ósanngirni, Garðurinn og Tilveran: