Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙ 9. mars 2025
ÍSLENSKU FJÖRUVERÐLAUNIN 2025
Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna og kvára, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 6. mars 2025.
Verðlaunin hlutu:
Í flokki fagurbókmennta: Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi eftir Ingunni Ásdísardóttur
Í flokki barna- og unglingabókmennta: Tjörnin eftir Rán Flygenring