SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir17. maí 2025

BOÐNARÞING: Bókmenntaverðlaun: viðurkenning eða auglýsingatól?

 

Bókmenntaverðlaun af ýmsu tagi verða til umræðu á málþingi sem Óðfræðifélagið Boðn og tímaritið Són halda í dag, laugardaginn 17. maí. Málþingið verður haldið í bókabúðinni Skáldu, Vesturgötu 10b og hefst kl. 14.00.

 

 

 

Flutt verða þrjú erindi:

 

Ægir Þór JähnkeHvað er verðlaunaljóð? Og hvernig það er vandi heimsins í hnotskurn?

 

Í fyrirlestrinum verður fjallað almennt um menningu verðlauna í samhengi bókmennta. Um hvað slík viðurkenning felur í sér, hvað hún segir og segir ekki um verkin, og umfram allt hvað hún ef til vill getur sagt um stærra samhengi menningar og samfélags á tímum uppbrots og endurskilgreiningar.  

 

Jón Yngvi Jóhannsson„Nóbelsskáldið okkar“. Um heimasmíðað hugtak og virkni þess í íslensku bókmenntakerfi.

 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um einstaka stöðu Halldórs Laxness í íslensku bókmenntakerfi eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955. Sérstaklega verður hugað að því hvernig nafngiftin „Nóbelsskáld“ hefur verið notuð í gegnum tíðina af fræðimönnum, gagnrýnendum, stjórnmálamönnum og öðrum sem tekið hafa til máls opinberlega um Halldór Laxness og feril hans.

 

Soffía Auður Birgisdóttir: Fjöruverðlaunin: markmið og markaðsmál.

 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um Fjöruverðlaunin og þær hugsjónir sem lágu að baki á upphafsárum verðlaunanna. Spurt verður hvort þær hugsjónir hafi vikið fyrir kröfum markaðarins og rakið hvernig fyrirkomulagið hefur breyst á undanförum árum. Í framhaldinu verður spáð í hvort ekki sé ástæða til þess að endurhugsa fyrirkomulagið og blása í glæður hugsjónanna.

 

Milli erinda flytja skáld eigin ljóð, þau Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, Sölvi Halldórsson og Anna Rós Árnadóttir.

Kynnir verður Sigurlín Bjarney Gísladóttir.

Léttar veitingar og umræður í lokin.