SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir23. mars 2019

Tryggðin við torfuna

 

 

Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum í Fnjóskadal bætist í skáldatal í dag. Ætla má af æviferli hennar að hún hafi ekki fengið allar óskir uppfylltar í lífinu. Hjörtur Pálsson skáld segir um Jórunni föðursystur sína í minningargrein: „Í systkinunum, föður mínum og Jórunni, togaðist annars vegar á útþrá og menntalöngun, sem hvorugt fékk svalað nema að takmörkuðu leyti, og hins vegar tryggðin við torfuna og innrætt skyldurækni við foreldra og heimili sem æ verr gat án þeirra verið eftir því sem lengra leið. Þó taldi Jórunn sig hafa valið rétt, og af ýmsu er ljóst að heima undi hún hag sínum vel meðan það var.“

Eina ljóðabók sendi Jórunn frá sér, Beitilyng (1973).