SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir22. september 2025

ÞÚ SEM ERT Á JÖRÐU

Nína Ólafsdóttir, sendi nýverið frá sér sína fyrstu skáldsögu, Þú sem ert á jörðu. Þetta er mjög áhugaverð saga sem gerist í óráðinni framtíð þar sem heimur er á heljarþröm vegna hamfarahlýnunar. 
 
Í kynningu útgefanda segir:
 
 
 
Þú sem ert á jörðu er skáldsaga sem fylgir lífshlaupi konu sem elst upp á heimskautasvæði á tímum mikilla umhverfis- og samfélagsbreytinga. Líf hennar tekur stakkaskiptum og hún flækist inn í atburðarás sem flytur hana yfir heimshöfin. Á einmanalegri ferð sinni um ólík vistkerfi sér hún gjörbreyttan heim og rifjar upp örlög horfinna ástvina, sem og heimsins sem hún kveður.
 
Við mælum með lestri þessarar frumraunar Nínu!