Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 2. september 2025
28 GUÐRÚNIR OG 22 ÖNNUR
Í skáldatalinu okkar má finna 28 skáldkonur sem bera nafnið Guðrún. Það hafa því bæst við tíu frá byrjun október árið 2020. Þeim hefur einnig fjölgað í þjóðskrá en þær eru 4976 sem bera nafnið sem fyrra eiginnafn og 1692 sem annað eiginnafn. Nafnið Guðrún var lengi vel algengasta nafn kvenna í þjóðskrá en hefur nú vikið fyrir Önnu en í gagnagrunninum okkar eru 22 skáldkonur sem bera það nafn.
Samtals má finna upplýsingar um 541 skáldkonu í sístækkandi skáldatalinu. Margar hafa sjálfar sent okkur upplýsingar um sig og kunnum við þeim þakkir fyrir. Viðmiðið er að skáldkonan hafi sent frá sér a.m.k. eitt verk og viljum við hvetja allar konur og kvár sem það á við og hafa ekki enn ratað í skáldatalið að senda okkur upplýsingar um sig.