SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir27. september 2025

SKÁLDA FAGNAR EINS ÁRS AFMÆLI

Í dag fagnar bókabúðin Skálda eins árs afmæli sínu. Í tilefni dagsins eru ýmis tilboð á boðstólum, ekki síst til að rýma fyrir jólabókaflóðinu sem nálgast nú óðfluga, líkt og óð fluga. Því er gráupplagt að leggja þangað leið sína í góða veðrinu.

Í Skáldu má finna urmul af áhugaverðu efni, nýjar bækur og gamlar eftir þekkt sem óþekktari skáld. Þarna er ekkert undir 17 sortum, líkt og segir á Facebook-síðu búðarinnar. Skálda er dásamleg viðbót við Gamla bæinn, staðsett að Vesturgötu 10a. 

 

Myndir: JGT