SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 4. apríl 2019

Tvö verk eftir íslenskar skáldkonur hlutu tilnefningu til barna- og unglingabókmennta Norðurlandaráð

Á þriðjudaginn var tilkynnt á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna hvaða verk hlutu tilnefningu til barna- og unglingabókmennta Norðurlandaráðs 2019. Fjórtán verk voru tilnefnd en átta norræn tungumál eiga fulltrúa þar á meðal. Fyrir Íslands hönd voru tilnefndar skáldsögurnar Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn og Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Sigrún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 fyrir Silfurlykilinn og Ragnheiður hlaut tilnefningu til verðlaunanna fyrir Rotturnar. Nálgast má upplýsingar um öll tilnefnd verk á vef Norðurlandaráðs.

Þann 29. október kemur í ljós hver hlýtur barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019. Verðlaunaafhending fer fram í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs og hlýtur verðlaunahafinn verðlaunagrip ásamt 350 þúsund dönskum krónum.