SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 8. apríl 2019

Teiknimyndasaga um 150 ára kvennabaráttu

Áfram konur! – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi Mál og menning hefur sent frá sér líkríka teiknimyndasögu sem fjallar um 150 ára baráttu kvenna fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi eftir tvær norskar konur, Marta Breen og Jenny Jordahl. Bókin er ætluð jafnt börnum sem fullorðnum og er tilvalin fyrir fjölskylduna að lesa saman. Í kynningu forlagsins segir:

Fyrir rúmri öld var mikill munur á lífi og réttindum karla og kvenna. Konur höfðu hvorki kosningarétt né ýmis önnur réttindi sem karlmenn nutu. Þær höfðu heldur ekki fullt forræði yfir eigin líkama. En svo fóru þær að taka saman höndum og berjast fyrir réttindum sínum og þá breyttist líf þeirra og kjör smám saman þótt þröskuldarnir væru margir.

Í bókinni rekja tvær norskar konur, rithöfundurinn Marta Breen og teiknarinn Jenny Jordahl, sögu kvennabaráttu um heim allan í máli og myndum og segja frá frumkvöðlum og fyrirmyndum sem lögðu allt í sölurnar til að berjast fyrir réttindum kvenna, kvenfrelsi og systralagi.

Þýðandi bókarinnar er Silja Aðalsteinsdóttir.