SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 2. desember 2025

Afmæliskálds dagsins er Ágústína fædd 1816

Afmælisbarn dagsins er Ágústína Jóhanna Eyjúlfsdóttir hún var fædd þann 2. desember 1816.  Ágústína skáldkona var fædd í Elliðaey í Breiðafirði. Henni er lýst svo af Birni Jónssyni er ritar formála í ljóðabók hennar ,,Ljóðmæli" sem út kom árið 1883:

,,Hún hafði góðar og liprar gáfur og 7 vetra kvað hún vísuna til móður sinnar ,,Blessuð vertu baugalín..... þá segir að hún hafi fengið eins og margir góðir menn snemma að kenna á mislyndi hamingjunnar, kviklyndi heimsins og fallveltu lífsins gæða; enda þarf langan tima í skóla reynslunnar, til að fá þá trúarfestu og þolinmæði er auðkenndu líf hennar á hinum alvarlega reynslu-aldri. Þá segir ennfremur ,,til þess að lýsa henni frekar og högum hennar, set ég hér kafla úr bréfi, frá merkum og greindum bónda í Aðalvík, er henni var gagnkunnugur"

,,Hún var stilt, síglöð hvað sem á bjátaði, skemmtin og siðferðisgóð og trúföstu kona; kom jafnan fram til góðs, bar andstreymið með stillingu, sem opt var á ferð með henni; því hún átti opt við þröng kjör að búa, meðan hún dvaldi hér. Hún var vitur og gætin, skemmtin í tali og skáld gott. Þótt eigi væri hún auðug af fjármunum þá bar hún samt af flestum að sálargáfum og sakna þessvegna margir kunnugir hennar málsnildar".

                                                     

Í ferð í óveðri
 
Lengi þjáir mæðan mig
milding sjá það hæða,
mykja og sefa það bið þig,
þú, uppsprettan gæða.
 
Lengi ber ég lúið brjóst,
linnir mæðu eigi;
allt sem þjáir þér er ljóst
þó að enginn segi.
 
Ef að guði þóknast það,
þá skal ég ei linna,
fyr en loks í Lækjarhlað
lindin- kemur tvinna.

Ljóðin hennar eru flest á trúarlegum nótum eins og títt var meðal skálda sem fæddir á 19. öldinni. Hún orti sálma, brúðkaupsljóð og til samferðarmanna sinna.

Ágústína lést árið 1873.

Góðar stundir

Kv Magnea

fyrir áhugasama má lesa ljóð eftir hana hér:

Ljóðmæli - Ágústína Jóhanna Eyjólfsdóttir - Google Books

Skáld.is