SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir10. apríl 2019

ÞEGAR ÉG MEST ÞURFTI VIÐ...

Staka

 

Hjartað berst um hyggjusvið,

hugur skerst af ergi.

Þegar mest ég þurfti við,

þá voru flestir hvergi.

 

Friðbjörg Ingjaldsdóttir

(1918-2012)

Fátt er vitað um Friðbjörgu annað en það sem fram kemur í minningargreinum um hana.

Stakan birtist í tímaritinu 19. júní 1961, ekki er vitað um annan kveðskap eftir Friðbjörgu.