Satu Ramö
Ég fjárfesti í bókinn Rósa og Björk eftir finnsku skáldkonuna Satu Ramö nú fyrir skömmu. Bókin kom fyrst út í Finnlandi árið 2023 en hér heima í fyrra í íslenskri þýðingu Erlu Elíasdóttir Völudóttir. Satu býr á Ísafirði og hefur gefið út fjölda bóka.
Saga fjallar um lögreglukonuna Hildi sem sérhæfir sig í að leita að týndum börnum ásamt því að rannsaka dularfull morð á Vestfjörðum. Hildur er fædd og alin upp á Ísafirði og það er að mestu sögusvið bókarinnar.
Hildur er el
st þriggja systra en yngri systur hennar þær Rósa og Björk höfðu horfið sporlaust árið 1994 og ekkert til þeirra spurst þegar þessi saga gerist. Tími sögunnar er febrúarmánuður árið 2020 en hvarfast um 30 ár. Höfundur skiptir köflunum í bókinni á milli atburðarins árið 1994 þegar þær hverfa og nýjum rannsóknum á þeim morðum sem verða fyrir vestan og við fáum skýra mynd af aðdraganda morðanna án þess þó að geta með nokkurri vissu giskað á hverjir eru hinir eiginlegir morðingjar.
Sagan er spennandi frá fyrstu blaðsíðu. Hildur er einhleypur brimbrettaiðkandi og sjósundkona sem nýtur lífsins á milli þess sem hún leysir þung og erfið mál sem upp koma í samfélaginu. Hversvegna hurfu systur hennar, hvernig var fjölskylda Hildar? Þá fjallar sagan líka um eiturlyfjaneytenda í Reykjavík, fátækan flæking sem verður undir í samfélaginu. Hún fjallar um forystumann í stjórnmálum fyrir vestan sem söðlar undir sig eignir á vafasaman máta og finnst myrtur á skíðasvæðinu og hún fjallar um flugslys þar sem ekki er allt á yfirborðinu. Það er spennandi að fylgjast með framvindu málanna. Textinn er einkar vel skrifaður og það er greinilegt að Satu er vel að sér um íslenskt samfélag. Málfarið er djúpt og staðhættir kunnuglegir. Mál systrana svipar til hvarfs ungra drengja á Suðurnesjum einmitt um svipað leyti eða árið 1994. Það mál hefur aldrei verið upplýst en í sögu Satu má leiða að því líkum í upphafi sögunnar að stelpurnar hafi verið svívirtar og myrtar.
Satu er einkar laginn við að skapa sérstakar og áhugaverðar persónur sem allar geta líka legið undir grun. Þá er landsbyggðapólítíkin ekki langt undan sem og þriðja vaktin. Þrautir kvenna og undirgefni eru sláandi því má flokka sögu hennar sem feminíska.
Þetta er önnur bókin um Hildi lögreglukonu. Sú fyrsta hét einfaldlega Hildur og nú um næstu helgi munu þættir um hana verða sýndir á Sjónvarpi símans premium. Næst á eftir Hildi kom út bókin Jakob.
Mæli með þessari bók og þó svo að Satu sé finnsk skáldkona þá er sögusviðið rammíslenskt.
kv
Magnea