SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir14. apríl 2019

Vinnukona segir frá

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur, vinnukonu sem uppi var á 18. öld, kom út árið 2013 sem einsögurannsókn Guðnýjar Hallgrímsdóttur, sagnfræðings. Morgunblaðið greindi frá því í dag að nýlega var bók­in gef­in út hjá Rout­led­ge í Bretlandi á ensku und­ir titl­in­um A Tale of a Fool? Enska útgáfan er mun ítarlegri og lengri en íslensk gerð bókarinnar.

Í bókinni segir að handrit kvenna hafa verið næsta ósýnileg í gegnum árin, m.a. vegna þess hvernig þau voru skráð í handritaforða Landsbókasafns. Stundum týndust þau í handritapökkum sem merkt voru körlum og stundum voru þau ranglega flokkuð . Þannig fór fyrir stuttri sjálfsævisögu Guðrúnar Ketilsdóttur (1759-1842), sem var vinnukona á yfir 30 bæjum í Eyjafjarðarsveit.

Sjálfsævisaga Guðrúnar var skrifuð upp eftir henni þegar hún var um áttrætt. Einn þeirra sem skrifaði upp var Geirs- Vigfússon, sem var skáld og fræðimaður á Akureyri. Geir tekur sér aldeilis bessaleyfi við uppskriftina, bætir í, sleppir og skreytir að vild og uppnefnir Guðrúnu „suðu“ til að gera söguna hlægilega, en algengt var og sjálfsagt þótti að kellingar, fátæklingar og niðursetningar væru hædd og spottuð.

Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallar um bók Guðnýjar á skáld.is.