SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir21. apríl 2019

Páskaliljur

Fyrsta ljóðið í annarri ljóðabók skáldkonunnar Vilborgar Dagbjartsdóttur, heitir Páskaliljur. Það er ort út frá sögu guðspjallanna um það þegar konur vitjuðu grafar Krists að morgni þriðja dags eftir krossfestinguna. Í upphafi er frásagan sett á svið en um miðbikið hverfist ljóðið yfir í vorljóð um von og nýtt líf.

PÁSKALILJUR

Morguninn eftir komu konurnar

til þess að gráta við gröfina.

Og sjá: Þær fundu gul blóm

sem höfðu sprungið út um nóttina.

Vorið var komið

þrátt fyrir allt.

Gleðilega páska!