SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir23. apríl 2019

Nýtt bókaforlag

Nýtt bókaforlag hefur verið sett á laggirnar og ýtir úr vör með tveimur nýjum bókum eftir konur. Forlagið kallast Skriða og bækurnar eru Vínbláar varir eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur og Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur.

Þetta er fyrsta bók Birtu og hefur að geyma örsögur og eina lengri frásögn í fimm hlutum sem gerist í fortíðinni og hefur yfir sér nítjándualdar frásagnarbrag.

Vínbláar varir er önnur ljóðabók Sigurbjargar sem sendi frá sér fyrstu bókina, Gáttatif 2016. Bækurnar eru í litlu broti með grárri kápu og ljósbrúnum blaðsíðum og fara vel í vasa og veski.