SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir25. apríl 2019

Verðlaun kennd við Guðrúnu Helgadóttur

 

 

Í gær voru í fyrsta sinn veitt verðlaun fyrir handrit að barna- og unglingabók kennd við Guðrúnu Helgadóttur, einn ástsælasta barnabókahöfund Íslands. Verðlaun hlaut Bergrún Íris Sævarsdóttir fyrir handrit sem heitir Kennarinn sem hvarf. Við óskum Bergrúnu Írisi innilega til hamingju.

Þótt Guðrún Helgadóttir sé þekktust fyrir fjölmargar barnabækur sínar sendi hún einnig frá sér skáldsögu fyrir fullorðna árið 2000. Hún heitir Oddaflug og hér má lesa ritdóm um hana sem birtist í Morgunblaðinu.

Myndin af Bergrúnu Írisi er tekin af vef Bókabeitunnar.