SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 8. maí 2019

Mergjuð víkingasaga

historytoday.com

 

 

Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um mergjaða bók Iðunnar Steinsdóttur, Haustgrímu, sem út kom á því herrans ári 2000. Í umfjölluninni segir m.a.:

Höfundur vinnur í raun út frá heimi allra Íslendingasagna þótt það séu aðeins „fáeinar línur úr fornum sögum“ sem eru henni söguuppspretta, eins og segir á bókarkápu. En í slíkum textatengslum felst einnig að um úrvinnslu og umsköpun er að ræða. Þetta mætti einnig orða þannig að í Haustgrímu sé um nýja sýn á gamalt efni að ræða.