Steinunn Inga Óttarsdóttir∙29. maí 2019
Ýsa og hamsatólg
Benný Sif Ísleifsdóttir sendi á síðasta ári frá sér skáldsöguna Grímu. Sagan gerist í Fiskiþorpi á árunum 1952-1968 og segir frá ýmsu skondnu í bæjarlífinu. Atburðarás og persónusköpun minna á Mávahlátur og Dalalíf. Sjónarhornið er hjá ýmsum persónum á víxl og sagan er stórskemmtileg aflestrar, ekki síst fyrir fólk sem man þá tíð þegar konur voru heimavinnandi og karlar á sjó, ýsa og hamsatólg í hádeginu og bara fínustu frúrnar áttu ísskáp og ryksugu.
Benný bætist í Skáldatalið í dag.
(mynd: Kvennablaðið)